Alur Álvinnsla ehf

Endurvinnsla á áli er orkusparandi og verðmætaskapandi ferli.

Um okkur

Alur Álvinnsla hefur verið með starfsemi á Grundartanga frá árinu 2012, en fyrirtækið var stofnað í Helguvík árið 1998.
Alur endurvinnur álgjall sem fellur til við frumframleiðslu áls hjá álfyrirtækjum í landinu, einnig er endurunnið ál úr öðrum álríkum efnum. Árið 2022 var framleitt um 4000 tonn af áli úr 7 þúsund tonnum af álgjalli, fyrirtækið hefur starfsleyfi til þess að taka á móti allt að 15.000 tonnum árlega.

Endurvinnsla álgjalls er umhverfislega mikilvæg. Þær vinnsluaðferðir sem Alur Álvinnsla notast við eru þær bestu fáanlegu (BAT) til þess að vinna verkið. Alur er jafnframt eina verksmiðjan á íslandi sem endurvinnur álgjall.

Það er okkar markmið að hámarka endurheimtur áls og draga þannig úr umhverfisáhrifum. Endurheimtur hafa aldrei verið betri, þetta hefur dregið úr myndun saltköku og öðrum úrgangsefnum sem falla til við endurvinnslu álgjalls.

Ál má endurvinna endalaust.

Nær 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun.

Það þarf allt að 95% minni orku til að endurvinna ál en að framleiða frummálm.

Ál er þriðja algengasta frumefnið í jarð-skorpunni - aðeins súrefni og sílikon eru til í meira magni.

Eitt tonn af endurunnu áli sparar um tvö tonn af súráli og 1,65 tonna losun koltvísýrings (CO2).

Endurvinnum álið

Endurvinnsla áls dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ál hefur þá sérstöðu að það má nýta aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Einungis þarf um 5% af orkunni sem fór upphaflega í að framleiða álið til að endurvinna það.

Það þýðir að mikil verðmæti leysast úr læðingi við endurvinnslu álsins og færir það stoðir undir rekstur endurvinnslufyrirtækja víða um Evrópu.

Þá dregur orkusparnaður vegna endurvinnslu áls verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, enda verður almennt mest losun frá orkuvinnslunni við framleiðslu áls í heiminum.

#endurvinnumálið

Nánar
Brynja Silness
Framtíðarsýn eru að fullvinna allt efni á staðnum og endurnýta það innanlands.

Brynja Silness
Forstjóri

Grænn Iðngarður á Grundartanga

Þann 11. Maí.2022 skrifuðu eigendur Þróunarfélags Grundartanga og fyrirtækin sem starfa á Grundartangasvæðinu undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga og fór viðburðurinn fram hjá Norðuráli á Grundartanga. Í uppbyggingunni felst að mótuð verður fyrirmyndar sjálfbærniumgjörð fyrir svæðið og unnið að uppbyggingu hringrásarhagkerfis með bættri fjölnýtingu auðlinda og innviða. Verndari verkefnisins er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lágmörkun umhverfisáhrifa og aukin hagsæld.